Fótbolti

Scolari hefur skilað góðu starfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scolari nýtur stuðnings verðandi forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, Marco Polo Nero.
Scolari nýtur stuðnings verðandi forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, Marco Polo Nero. Vísir/Getty
Þrátt fyrir afhroðið sem brasilíska landsliðið beið gegn því þýska í undanúrslitum HM í knattspyrnu á þriðjudaginn hefur verðandi forseti brasilíska knattspyrnusambandsins lýst yfir stuðningi við Luiz Felipe Scolari, þjálfara liðsins.

Marco Polo Nero, sem tekur við forsetaembættinu af José María Marín á næsta ári, segir að þótt úrslitin á þriðjudaginn hafi verið slæm, þá megi ekki mála skrattann á vegginn.

"Að mínu mati á hann (Scolari) að halda áfram.

"Það sem gerðist í leiknum gegn Þýskalandi voru taktísk mistök. Það var meinið. En við gerum öll mistök - það getur hent hvern sem er," sagði Polo Nero sem var kjörinn forseti brasilíska knattspyrnusambandsins með miklum meirihluta atkvæða á fyrr á þessu ári.

Og Polo Nero bætti við: "Það mikilvægasta er að Scolari hefur skilað góðu starfi. Mótið og undirbúningurinn gengu vel. Grunnurinn er til staðar."

Sjálfur hefur Scolari, sem gerði Brasilíu að heimsmeisturum árið 2002, sagt að hann muni ekki stíga frá borði, en þjálfarinn mun funda með núverandi og verðandi forsetum brasilíska knattspyrnusambandsins eftir HM sem lýkur á morgun með úrslitaleik Þýskalands og Argentínu á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.

Brasilía mætir Hollandi í leiknum um þriðja sætið í Brasilíuborg í kvöld.


Tengdar fréttir

Löw fann til með brasilísku þjóðinni

Joachim Löw fann til með brasilísku þjóðinni eftir niðurlægjandi 7-1 tap gegn Þýskalandi í gær á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Scolari er gamalt fífl

Það er óhætt að segja að umboðsmaður Neymar sé ekkert allt of ánægður með landsliðsþjálfara Brasilíu sem hann kallar öllum illum nöfnum.

Van Gaal: Viljum snúa taplausir heim

Holland og Brasilía mætast í kvöld í leiknum um bronsið á HM í fótbolta. Brasilíumenn brolentu eins og frægt er orðið gegn Þjóðverjum, en Hollendingar féllu úr leik gegn Argentínumönnum eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.

Jagger kennt um ósigur Brasilíu

Söngvara Rolling Stones er kennt um tap Brasilíumanna á HM og sagður valda einskonar bölvun á þau lið sem hann styður.

Romario vill knattspyrnuforystuna í fangelsi

Gamla fótboltagoðsögnin, Romario, fer hörðum orðum um knattspyrnuforystuna í Brasilíu og heimtar að þeir sem ráða ferðinni í fótboltanum í landinu verði settir á bak við lás og slá.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×