Fótbolti

Schweinsteiger leggur landsliðsskóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schweinsteiger með Jules Rimet styttuna, sigurlaunin á HM.
Schweinsteiger með Jules Rimet styttuna, sigurlaunin á HM. vísir/getty
Bastian Schweinsteiger tilkynnti í dag að hann væri hættur að spila með þýska landsliðinu.

Schweinsteiger lék sinn síðasta landsleik þegar Þjóðverjar töpuðu 2-0 fyrir Frökkum í undanúrslitum á EM í Frakklandi fyrr í þessum mánuði.

Schweinsteiger lék alls 120 landsleiki á árunum 2004-16 og skoraði 24 mörk. Hann fór með þýska landsliðinu á sjö stórmót en á sex þeirra komust Þjóðverjar í undanúrslit.

Schweinsteiger varð heimsmeistari 2014 og var að flestra mati besti leikmaður Þjóðverja í úrslitaleiknum gegn Argentínu. Hann tók við fyrirliðabandinu af Philipp Lahm eftir EM og var fyrirliði Þýskalands á EM í Frakklandi.

Schweinsteiger lék alls 38 leiki á stórmótum (20 leiki á EM og 18 leiki á EM) sem er met.

Framtíð Schweinsteigers hjá Manchester United er í óvissu en Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins, ku hafa tjáð honum að hann eigi sér ekki framtíð hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×