Enski boltinn

Scholes miklu ánægðari með United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scholes vildi fá og fékk mörk í gær.
Scholes vildi fá og fékk mörk í gær. Vísir/Getty
Paul Scholes segist líða mun betur með frammistöðu Manchester United í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle í gær heldur en í mörgum öðrum leikjum.

Sjá einnig: Stórleikur Rooney dugði ekki til | Sjáðu mörkin

Scholes, sem er einn af bestu leikmönnum United frá upphafi, hefur starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi og gagnrýndi liðið harkalega eftir 1-0 sigurinn á Sheffield United í bikarnum um helgina.

Hann hefur margsinnis gagnrýnd lið United en sagði eftir bikarleikinn að leikmenn United virtist leiðast og að þeir væru einfaldlega ekki nógu góðir.

„Þetta var miklu betra,“ sagði United sem hefur átt í vandræðum með að skora á leiktíðinni. „Þetta snýst um mörk þegar maður horfir á leiki með Manchester United - hvort sem er á heimavelli eða útivelli og hvort sem liðið skorar mörk eða fær á sig.“

Sjá einnig: Rooney: Líður eins og við höfum tapað

„Mér leið í kvöld eins og að ég væri að horfa á Manchester United. Allt í lagi, liðið vann ekki en mér fannst eins að það hefði átt að vinna leikinn,“ sagði hann og benti á að Marouane Fellaini og Jesse Lingard fengu báðir góð tækifæri til að skora í stöðunni 3-2.

„Ég býst alltaf við því að sjá eitthvað jákvætt hjá Manchester United. Stundum er það auðveldara að ná því fram á útivelli þegar lið henda öllu fram líkt og Newcastle gerði í þessum leik. Nú þarf United að ná þessu fram á Old Trafford.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×