Enski boltinn

Scholes: Ekki Costa að kenna - Skrtel ögraði honum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Skrtel og Diego Costa tókust á í leiknum.
Martin Skrtel og Diego Costa tókust á í leiknum. vísir/getty
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir Diego Costa, framherja Chelsea, hafa sýnt aðdáunarverða þolinmæði í leikjum liðsins til þessa miðað við hversu mikið leikmenn annarra liða reyna að trekkja hann upp.

Costa er mjög skapheitur og fljótur upp, en hann á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna framkomu sinnar í deildabikar leik Chelsea gegn Liverpool í vikunni.

Þar traðkaði hann á tveimur leikmönnum Liverpool og var kærður fyrir annað atvikið; þegar hann traðkaði á Tyrkjanum Emre Can í fyrri hálfleik.



Chelsea hefur áfrýjað spjaldinu en Spánverjinn missir m.a. af leikjum gegn Manchester City og Everton ef hann fer í bann.

„Þegar kemur að Diego Costa sé ég hlutina öðruvísi en aðrir,“ skrifar Scholes í pistli sínum í London Evening Standard.

„Mér fannst það sem hann gerði ekki hættulegt og þá var honum virkilega ögrað af Martin Skrtel. Hann hefur reynt að ná Costa upp áður á tímabilinu.“

„Ég leit á þetta þannig að það var ítrekað sparkað í Costa og því dáist ég að þolinmæði hans í flestum, ef ekki öllum, atvikunum,“ segir Paul Scholes.


Tengdar fréttir

Costa kærður fyrir að traðka á Can

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Diego Costa fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik Chelsea og Liverpool í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×