ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 12:01

Sópar náttúrverndarlögum Obama undir teppiđ

FRÉTTIR

Schmeichel í stađ De Gea?

 
Enski boltinn
11:30 19. JANÚAR 2016
Feđgarnir Peter og Kasper Schmeichel.
Feđgarnir Peter og Kasper Schmeichel. VÍSIR/GETTY

The Sun slær því upp í dag að Manchester United myndi mögulega freista þess að kaupa danska landsliðsmarkvörðinn Kasper Schmeichel frá Leicester ef liðið missir David de Gea til Real Madrid.

Faðir hans, Peter Schmeichel, er einn besti markvörður sem United hefur átt en hann lék með liðinu frá 1991 til 1999. Kasper var þrettán ára þegar faðir hans spilaði sinn síðast leik fyrir United.

Real Madrid var nýverið dæmt í félagaskiptabann af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, sem þýðir að félagið má hvorki kaupa leikmenn í sumar né í janúar á næsta ári. Real hefur þó enn leyfi til að semja við nýja leikmenn í núverandi félagaskiptaglugga sem er opinn til loka mánaðarins.

Forráðamenn Real munu nú vera að íhuga að kaupa De Gea frá United strax í þessum mánuði vegna bannsins en samkvæmt frétt The Sun er riftunarverð De Gea í samningi hans við félagið 30,5 milljónir punda.

Afar litlu mátti muna að De Gea færi til Real í sumar en félagaskiptin gengu ekki í gegn. De Gea missti af fyrstu leikjum tímabilsins vegna þessa en vann sér síðan sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Schmeichel í stađ De Gea?
Fara efst