Fótbolti

Schalke náði í stig á Brúnni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cesc Fábregas skorar fyrsta mark leiksins.
Cesc Fábregas skorar fyrsta mark leiksins. Vísir/Getty
Chelsea þurfti að sætta sig við jafntefli gegn þýska liðinu Schalke, 1-1, í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Spánverjinn Cesc Fábregas sem hefur verið duglegur að gefa stoðsendingar á tímabilinu skoraði sjálfur á 14. mínútu og kom Chelsea í 1-0.

Heimamenn náðu ekki að bæta við marki og það nýttu gestirnir sér þegar hollenski markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar jafnaði metin á 66. mínútu í síðari hálfleik, 1-1.

Þetta var hvorki meira né minna en fyrsta markið sem Schalke skorar gegn Chelsea í Meistaradeildinni, en liðin höfðu mæst fjórum sinnum áður án þess að þýska liðinu tækist að skora.

Þetta sögulega mark dugði Schalke til að hirða stig af Brúnni og byrjar Chelsea því Meistaradeildina í ár með jafntefli á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×