Fótbolti

Schalke kom til baka og komast áfram á útivallarmörkum | Átta liða úrslit Evrópudeildarinnar klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Hoewedes og félagar í liði Schalke fagna sætinu í átta liða úrslitunum.
Benedikt Hoewedes og félagar í liði Schalke fagna sætinu í átta liða úrslitunum. vísir/getty
Það er klárt hvaða lið komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í ár en það varð endanlega ljóst eftir leiki kvöldsins en þá fóru fram seinni leikir sextán liða úrslitanna.

Enska liðið Manchester United, hollenska liðið Ajax og franska liðið Lyon voru meðal þeirra liða sem komust áfram en mikið gekk á í slag þýsku liðanna Mönchengladbach og Schalke.

Roma vann Lyon 2-1 á heimavelli í kvöld en það dugði skammt því franska liðið vann 5-4 samanlagt. Ítalska liðið pressaði í lokin en náði ekki markinu sem hefði komið liðinu áfram.

Hollenska liðið Ajax sló út danska liðið FC Kaupmannahöfn eftir 2-0 sigur í kvöld en Ajax vann 3-2 samanlagt. Það var hinn efnilegi Dani Kasper Dolberg sem skoraði markið sem sendi landa hans út úr keppninni.

Schalke lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en kom til baka á útivelli á móti Mönchengladbach og tryggði sér 2-2 jafntefli. Mörkin dugðu Schalke sem komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Juan Mata tryggði Manchester United sigur og sæti í átta liða úrslitunum með því að skora eina markið á 70. mínútu. United vann samanlagt 2-1.



Úrslitin í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar:

Krasnodar - Celta 0-2 (samanlagt: 1-4)

0-1 Hugo Mallo (52.), 0-2 Iago Aspas (80.)

Besiktas - Olympiakos 4-1 (samanlagt: 5-2)

1-0 Vincent Aboubakar (10.), 2-0 Ryan Babel (22.), 2-1 Tarik Elyounoussi (31.), 3-1 Ryan Babel (75.), 4-1 Cenk Tosun (84.)

Genk - Gent 1-1 (samanlagt: 6-3)

1-0 Timothy Castagne (20.), 1-1 Louis Verstraete (84.)

Anderlecht - APOEL 1-0 (samanlagt: 2-0)

1-0 Frank Acheampong (65.).

Roma - Lyon 2-1 (samanlagt: 4-5)

0-1 Mouctar Diakhaby (16.), 1-1 Kevin Strootman (17.), 2-1 Sjálfsmark (60.).

Ajax - FC Kaupmannahöfn 2-0 (samanlagt: 3-2)

1-0 Bertrand Traoré (23.), 2-0 Kasper Dolberg (45.+3).

Mönchengladbach - Schalke 2-2 (samanlagt: 3-3, Schalke á útivallarmörkum)

1-0 Andreas Christensen (26.), 2-0 Mahmoud Dahoud (45.+2), 2-1 Leon Goretzka (54.), 2-2 Nabil Bentaleb (68.).

Man. United - Rostov 1-0 (samanlagt: 2-1)

1-0 Juan Mata (70.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×