Lífið

Saxófónleikur yfir danstónlistina

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Katla og Baldvin lofa góðu stuði.
Katla og Baldvin lofa góðu stuði. vísir/ernir
„Ég er búin að vera í námi við háskólann í Uppsölum að læra trúarbragðafræði. Ég ætla samt ekki að verða prestur,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, plötusnúður hlæjandi. Hún er stödd hér á landi yfir jólin og ætlar að byrja plötusnúðatörnina með stæl á Paloma í kvöld.

Henni til halds og trausts verður listneminn Baldvin Þormóðsson og saxófónleikarinn Birkir Blær sem mun leika af fingrum fram yfir danstónlistina. Plötusnúðakvöld Kötlu bera yfirskriftina „Thank God It's Christmas“ og að sjálfsögðu verða einhver jólalög spiluð.

„Auk þess verður aðallega danstónlist. Svo er ég búin að hlakka til í alveg tvo mánuði að spila lokalagið, svo ég mæli með því að fólk verði viðstatt klukkan 20 mínútur yfir fjögur.“ Þetta verða fyrstu plötusnúðatónleikar Kötlu í fjóra mánuði en hún kemur síðan fram á Kaffibarnum á laugardagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×