Erlent

Savchenko frelsuð í fangaskiptum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nadia Savchenko og Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, í Kænugarði í dag.
Nadia Savchenko og Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, í Kænugarði í dag. Vísir/EPA
Búið er að frelsa þingkonuna og flugmanninn Nadia Sevchenko úr haldi í Rússlandi. Hún er komin aftur til Úkraínu þar sem henni var tekið fagnandi í dag. Hún hafði verið dæmd til 22 ára fangelsisvistar í Rússlandi, en henni var sleppt í fangaskiptum við Rússland. Yfirvöld í Úkraínu slepptu tveimur rússneskum hermönnum sem handsamaðir voru í Úkraínu.

Rússar halda því fram að hermennirnir tveir hafi ekki verið í virkri þjónustu í hernum þegar þeir fóru til Úkraínu til að berjast með aðskilnaðarsinnum. Sagt er frá þessu á vef BBC.

Savchenko var dæmd kallað eftir sprengjuvörpuárás sem blaðamennirnir Igor Kornelyuk og Anton Voloshin létu lífið í nærri Luhansk, en þeir voru að fjalla um átökin í austurhluta Úkraínu. Hún var handsömuð af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu og færð Rússum sem ákærðu hana. Rússar segja hana hafa laumast yfir landamærin.

Nánar tiltækið var hún ákærð fyrir aðild að morði blaðamannanna og einnig fyrir mannfall meðal almennra borgara. Hún hefur ávalt neitað sök og segist hafa verið handsömuð áður en sprengjuvörpuárásin var gerð.


Tengdar fréttir

Vilja önnur réttarhöld yfir Savchenko

Amnesty International segir réttarhöldin yfir flugmanninum og þingkonunni Nadiya Viktorivna Savchenko hafa verið gölluð og angað af pólitík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×