Viðskipti innlent

Sautján sinnum meiri sala en í fyrra

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Almenn útlán Íbúðalánasjóðs drógust saman um 45,4 prósent milli mars 2014 og 2013, fóru úr 743 milljónum í 406 milljónir.
Almenn útlán Íbúðalánasjóðs drógust saman um 45,4 prósent milli mars 2014 og 2013, fóru úr 743 milljónum í 406 milljónir. Fréttablaðið/GVA
Eignasala Íbúðalánasjóðs á fyrstu þremur mánuðum ársins er yfir sautjánfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu sjóðsins til Kauphallar kemur fram að á fyrsta ársfjórðungi hafi sjóðurinn selt 629 eignir, þar af rúmlega 500 íbúðir sem seldar voru til leigufélagsins Kletts. Á sama tíma í fyrra voru seldar 36 eignir.

Fram kemur að samþykkt hafi verið að auki kauptilboð í 93 eignir til viðbótar þar sem tilboðshafar vinni að fjármögnun. 1.028 eignir eru sagðar í sölumeðferð, en Íbúðalánasjóður er með 919 íbúðir í útleigu um land allt.

Í mánaðarskýrslu sjóðsins kemur fram að hlutfall lána einstaklinga sem eru í vanskilum hafi lækkað í mars. Fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga nam 4,3 milljörðum króna.

„Alls voru 7,11 prósent þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok mars 2014, sambærilegt hlutfall í lok mars 2013 var 9,20 prósent.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×