Innlent

Sautján ára á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Atli Ísleifsson skrifar
Haft var samband við forráðamenn og þeim tilkynnt um málið.
Haft var samband við forráðamenn og þeim tilkynnt um málið. Vísir/Róbert
Lögregla á Suðurnesjum hefur kært 28 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á  klukkustund.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þar hafi sautján ára piltur verið á ferðinni sem var með rúmlega tveggja mánaða gamalt ökuskírteini. „Haft var samband við forráðamenn og þeim tilkynnt um málið.

Annar ökumaður, sem ók of hratt var með tveggja ára barn í barnabílstól í aftursætinu, en öryggisbelti hans var ekki spennt.“

Að sögn lögreglu voru fleiri ökumenn uppvísir að því að brjóta umferðarlög, þar á meðal með því að sinna ekki stöðvunarskyldu og tala í síma án tilskilins búnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×