Sautján ár síđan fótboltalandsliđiđ vann tvo fyrstu leiki ársins

 
Fótbolti
10:00 16. JANÚAR 2016
Arnór Ingvi Traustason skorađi sigurmarkiđ á móti Finnum.
Arnór Ingvi Traustason skorađi sigurmarkiđ á móti Finnum. VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir liði Sameinuðu arabísku furstadæmanna í vináttulandsleik í Dúbæ í dag.

Þetta verður annar leikur íslenska liðsins á fjórum dögum og einn af þremur sem liðið spilar í janúar en íslenska hópinn skipa leikmenn á Norðurlöndum og leikmenn sem eru að leita sér að liðum.

Íslensku strákarnir unnu 1-0 sigur á Finnum á miðvikudaginn var og skoraði Arnór Ingvi Traustason þá eina mark leiksins strax á sextándu mínútu. Það eru nú liðin sautján ár síðan að íslenska fótboltalandsliðið vann tvo fyrstu leiki sína á árinu en það varið árið 1999 þegar liðið vann vináttulandsleik við Lúxemborg (2-1) og leik við Andorra (2-0) í undankeppni EM.

Þjálfari íslenska liðsins var þá Guðjón Þórðarson. Ísland hefur tvisvar áður mætt Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Atli Helgason tryggði Íslandi 1-0 sigur í Dúbæ í mars 1992 og Guðmundur Benediktsson skoraði eina markið, í sínum fyrsta landsleik, þegar þjóðirnar mættust síðast í ágúst 1994.

Nú er að sjá hvort íslensku strákarnir nái að vinna sinn annan leik í röð en landsliðsþjálfararnir nota þessa þrjá leiki í janúar til að skoða leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar, bæði hjá byrjunarliðinu sem og hjá hópnum.

Framundan er Evrópukeppnin í Frakklandi þar sem allir íslenskir knattspyrnumenn vilja fá að spila. Það er því mikið undir hjá mörgum leikmönnum íslenska liðsins í leiknum í dag.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Sautján ár síđan fótboltalandsliđiđ vann tvo fyrstu leiki ársins
Fara efst