Innlent

Saurgerlar fundust í neysluvatni Súðavíkur

Birgir Olgeirsson skrifar
Íbúar Súðavíkur eru beðnir um að sjóða allt neysluvatn í varúðarskyni.
Íbúar Súðavíkur eru beðnir um að sjóða allt neysluvatn í varúðarskyni.
Saurgerlar (E. coli) fundust í neysluvatni í Súðavík í Álftafirði. Tilkynning þess efnist barst sveitarfélaginu í morgun frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Eru íbúar Súðavíkur beðnir um að sjóða allt neysluvatn í varúðarskyni.

Er ráðgert að önnur sýnataka fari fram í í dag og munu þær niðurstöður mögulega gefa gleggri mynd af málinu og verður í framhaldinu gefnar frekari upplýsingar og leiðbeiningar til íbúa.

Saurgerlamengun kom einnig upp á Flateyri í upphafi mánaðarins en Anton Helgason, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins á Vestfjörðum, segir í samtali við Ríkisútvarpið vatnsból byggðanna af ólíkum toga. Nefnir hann sem dæmi að enginn geilsunarbúnaðar komi í veg fyrir mengunina í neysluvatninu í Súðavík eins og á Flateyri því þar er borhola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×