Lífið

Sauðkindin hvergi af baki dottin í verðmætasköpun

Bergþóra Guðnadóttir segir prjónaskap bjóða upp á mikla möguleika. Farmers Market er eitt okkar fremsta fyrirtæki á þessu sviði.
Bergþóra Guðnadóttir segir prjónaskap bjóða upp á mikla möguleika. Farmers Market er eitt okkar fremsta fyrirtæki á þessu sviði. Fréttablaðið/valli
Verðmætasköpun íslensku ullarinnar hleypur á milljörðum samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar Samfélagsleg þýðing sauðfjárbúskapar, sem unnin er fyrir Landsamband sauðfjárbænda.

Kemur meðal annars fram að líkleg verðmætasköpun er varðar prjónaskap úr ull á Íslandi öllu sé á bilinu tveir til fjórir milljarðar ár hvert.

„Við höfum í nógu að snúast og markhópurinn okkar er mjög blandaður af Íslendingum og útlendingum,“ segir Bergþóra Guðnadóttir, eigandi og hönnuður Farmers Market sem sérhæfir sig í framleiðslu á ullarvörum hvers konar.

Fyrirtækið er eitt það fremsta á sínu sviði hérlendis og hefur verið iðið við kolann undanfarin tíu ár. „Íslenska ullin hefur sína sérstöku eiginleika svo við notum hana þegar við á, hún er alltaf „inni“.“

Ekkert lát virðist vera á vinsældum ullarvara á Íslandi og mikil gróska er í gangi segir Bergþóra. „Við höfum lagt okkur fram um að huga vel að nýsköpun í okkar framleiðslu og það skiptir máli til að halda okkur gangandi.“

Bergþóra bendir á að aukin umhverfisvitund hafi góð áhrif á verslun með íslensku ullina þar sem almenningur hrífist af hreinni afurð og segir hér engu skipta hvort sé horft til innlends markaðar eða erlends.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×