FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Sauber afhjúpar nýjan bíl

 
Formúla 1
22:30 20. FEBRÚAR 2017
Sauber C36-Ferrari í afmćlislitum.
Sauber C36-Ferrari í afmćlislitum. VÍSIR/SAUBER
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Sauber liðið í Formúlu 1 hefur birt fyrstu myndirnar af nýjum bíl sínum, C36, fyrir komandi tímabil. Litirnir í bílnum eru í tilefni af 25 ára afmæli Sauber liðsins sem Formúlu 1 liðs.

Fyrst ber að nefna að uggi á loftinntakið kemur aftur til sögunnar. Loftinntakið sjálft fyrir ofan höfuð ökumanns er skipt í tvennt.

Vélin í bílnum verður 2016 vél frá Ferrari.


Sauber C36-Ferrari.
Sauber C36-Ferrari. VÍSIR/SAUBER

Monisha Kaltenborn, liðsstjóri Sauber segir að spennandi tímar séu framundan og að liðið ætli sér að snú aftur til harðari baráttu um stig í ár.

„Með samstarfinu við Longbow Finance sjáum við fram á bjarta framtíð og við ætlum okkur að verða samkeppnishæf og snúa aftur til fornrar frægðar í Formúlu 1,“ sagði Kaltenborn.

Nýr tæknistjóri Sauber, Jorg Zander segir að liðið hafi lagt mikla áherslu á stöðuleika í loftflæðihönnun frekar en að hámarka niðurtog.


Sauber C36-Ferrari. Óneitanlega myndarlegur bíll.
Sauber C36-Ferrari. Óneitanlega myndarlegur bíll. VÍSIR/SAUBER

Af því að liðið hefur vitað í talsverðan tíma að það myndi nota 2016 vélina frá Ferrari var hægt að byrja snemma að hanna bílinn.

„Við gátum byrjað snemma að hanna bílinn í kringum vélina, því við þekktum hana vel, kæliþörf hennar og skiptinguna sem dæmi,“ sagði Zander.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Sauber afhjúpar nýjan bíl
Fara efst