Innlent

Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent

Bjarki Ármannsson skrifar
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færist til forsætisráðuneytis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færist til forsætisráðuneytis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Vísir/Daníel
Enginn starfsmaður Minjastofnunar hafði séð lagafrumvarp stýrihóps á vegum forsætisráðuneytisins um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. Forstöðumaður stofnunarinnar, sem átti sæti í stýrihópnum, þurfti að óska eftir því við ráðuneytið að fá frumvarpið sent.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Minjastofnun til fjölmiðla. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færist til forsætisráðuneytisins.

Í yfirlýsingunni, sem finna má í viðhengi við þessa frétt, segir að forstöðumaður Minjastofnunar, Kristín Huld Sigurðardóttir, hafi ekki fengið frumvarpið í hendur fyrr en stuttu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Hún hafi því ekki komið að vinnu við frumvarpið eða fengið til umræðu í hópnum áður en það var sent til hagsmunaaðila.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×