Innlent

Sáu 13 japönsk túnfiskveiðiskip

Svavar Hávarðsson skrifar
Japönsk túnfiskveiðiskip í Sundahöfn 2011.
Japönsk túnfiskveiðiskip í Sundahöfn 2011. fréttablaðið/gva
Landhelgisgæslan (LHG) flaug yfir þrettán japönsk túnfiskveiðiskip um 20 sjómílur suður af íslensku efnahagslögsögunni á mánudag.

Þessar skipakomur Japana eru árvissar en LHG fær ekki upplýsingar frá skipunum, en telur á sama tíma mjög mikilvægt að fylgjast með jöðrum lögsögunnar.

Meðan það er gert er komið í veg fyrir að skip freistist til að elta fisk inn fyrir, er mat LHG.

Í eftirlitsbúnaði TF-SIF sáust samtals 498 skip og bátar í ferðinni, sem var eftirlits- og gæsluflug um suðvesturmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×