Innlent

Sáttaumleitanir enn ekki borið árangur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Evelyn fer fram á 4,5 milljónir króna.
Evelyn fer fram á 4,5 milljónir króna. vísir/ernir/kristján hjálmarsson
Sáttaumleitanir í máli Evelyn Glory Joseph gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, hafa ekki borið árangur. Fyrirtöku í málinu var frestað í gær þar sem unnið er að sáttum um bótakröfu Evelyn en hún fer fram á 4,5 milljónir króna úr hendi Gísla Freys.

Í byrjun mánaðar náðust sættir milli Gísla og íslenskrar konu sem nafngreind var í minnisblaði innanríkisráðuneytisins í tengslum við lekamálið svokallaða. Konan fór fram á 2,5 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hversu háar bætur samið var um.

Gísli hefur jafnframt leitað sátta um bótakröfur hælisleitandans Tony Omos. Þær hafa hins vegar ekki borið árangur en Omos fer fram á 5 milljónir króna í bætur.

Ekki hefur verið ákveðin dagsetning á fyrirtöku í máli Evelyn gegn Gísla, en að sögn lögmanns Evelyns mun fyrirtakan að öllum líkindum fara fram í næstu viku.


Tengdar fréttir

Gísli Freyr greiðir íslenskri konu bætur

Fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra og íslensk kona sem nafngreind var í minnisblaði í tengslum við Lekamálið svokallaða hafa náð sáttum um að Gísli Freyr greiði henni bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×