Viðskipti innlent

Sátt við að passi kosti 6.500 kall

Svavar Hávarðsson skrifar
Menn eru ánægðir með náttúrutengda afþreyingu.
Menn eru ánægðir með náttúrutengda afþreyingu. Vísir/VAlli
Erlendir ferðamenn telja sanngjarnt að greiða fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa. Þegar spurt var sérstaklega um hvað mönnum þætti hagstætt verð fyrir slíkan passa var svarið um 6.500 krónur. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Maskína rannsóknir vann fyrir Ferðamálastofu, en sérstaklega var spurt í ljósi umræðu um mögulega fjármögnun á uppbyggingu og viðhaldi ferðamannastaða.

Íslandsferðin stóðst væntingar 95,4 prósenta svarenda, er önnur niðurstaða könnunarinnar. Tæp 84 prósent töldu líklegt að þau myndu ferðast aftur til Íslands.

Í könnuninni er fólk beðið að meta rúmlega 20 þætti í íslenskri ferðaþjónustu og gefa þeim einkunn. Hæstu meðaleinkunnina fékk fjölbreytni í náttúrutengdri afþreyingu, almennt ástand á ferðamannastöðum hugnaðist mönnum vel. Merkingar vega og vegnúmer, framboð af menningartengdri afþreyingu og fjölbreytni veitingastaða má helst bæta að mati þeirra sem svöruðu.

Um netkönnun var að ræða þar sem netföngum var safnað með skipulögðum hætti á komu- og brottfararsvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á tímabilinu október 2013 til maí 2014. Úrtakið var 4.500 manns og var svarhlutfallið 55,8 prósent. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×