Erlent

Sat saklaus í fangelsi í 34 ár

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fagnaðarfundir.
Fagnaðarfundir. vísir/ap
Sjötugur bandarískur fangi sem eytt hafði 34 árum á bak við lás og slá í Kaliforníu var í gær látinn laus úr fangelsi. Talið er líklegt að maðurinn, Michael Hanline, sé saklaus en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1980. Mál hans verður því tekið upp að nýju en Hanline þurfti að greiða 2.500 Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmum 300 þúsund krónum í skiptum fyrir frelsið. Hann verður í stofufangelsi þar til rannsókn málsins lýkur.

„Ég vonaði alltaf að þessi dagur myndi renna upp. En ég trúi því ekki að dagurinn í dag sé sá dagur,“ sagði Hanline í gær en hann var talinn hafa orðið mótorhjólamanni að bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×