Lífið

Sat fyrir í hvítum kufli uppi í fjalli í Malibu

Skemmtileg síða úr blaðinu og er Eddi lengst til hægri á myndinni.
Skemmtileg síða úr blaðinu og er Eddi lengst til hægri á myndinni. Vísir/Sofia Sanchez og Mauro Mongiello.
„Ég fékk tölvupóst frá skrifstofunni minni Next um að Numéro Magazine hefði sýnt mér áhuga og vildi fá mig í myndaþátt fyrir febrúar tölublaðið,“ segir Eddi Egilsson, einn meðlima hljósveitarinnar Steed Lord.

Hann sat fyrir í myndaþætti í tískutímaritinu Numéro Magazine fyrir ljósmyndarana Sofiu Sanchez og Mauro Mongiello. „Ég vissi lítið um tökuna sjálfa nema að ég ætti hugsanlega að skjóta með ofurfyrirsætunni Jessicu Stam en hún var upptekin svo fyrirsætan Madison Stubbington var fengin í staðinn,“ segir hann. Myndatakan fyrir þáttinn, sem birtist í febrúarútgáfu tímaritsins, var tekin upp í stóru setri í fjöllum í Malibu. Alls voru fyrirsæturnar níu og að auki kom teymi frá París til að vinna við tökuna.

„Myndatakan var í „seventies“ stíl og innblásturinn fengu þau að mestu frá sértrúarsöfnuðinum The Source Family sem sjá mátti á hvíta Rolls Royce-bílnum frá sjöunda áratugnum og kaftan-klæðunum auðvitað,“ segir Eddi og á þá við hvítu kuflana sem þau klæddust.

Þessa dagana er Steed Lord að vinna að nýrri plötu sem væntanleg er á vormánuðum.

Hér er Eddi lengst til vinstri.Vísir/ Sofia Sanchez og Mauro Mongiello.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×