Erlent

Sarkozy sigurvegari í frönsku kosningunum

Atli Ísleifsson skrifar
Nicolas Sarkozy gegndi embætti forseta Frakklands á árunum 2007 til 2012.
Nicolas Sarkozy gegndi embætti forseta Frakklands á árunum 2007 til 2012. Vísir/AFP
Bandalag mið- og hægriflokka undir forystu fyrrverandi forsetans Nicolas Sarkozy er sigurvegari kosninganna sem fram fóru í Frakklandi fyrr í dag. Kosið var til sýslustjórna í 101 sýslu.

Að sögn AFP benda fyrstu tölur til að bandalag mið- og hægriflokka hafi unnið sigur í milli 64 til 70 sýslanna, en vinstriflokkar í milli 27 og 37 sýslum.

Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta virðist hafa beðið mikinn ósigur og tapað stjórn sinni í um helmingi af þeim sýslum þar sem hann réð völdum.

Front National, flokkur Marine Le Pen, virðist ekki hafa unnið sigur í neinni sýslu en þó bætt við sig mönnum í fjölda sveitarstjórna.

Le Pen sagði daginn þó hafa verið sögulega fyrir Front National. „Markið er nærri, að komast til valda og hringa hugmyndum okkar í framkvæmd til að laga Frakkland.“

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði óumdeilt að Sósíalistaflokkurinn hefði tapað miklu og að vinsældir Front National sýndu fram varanlega breytingu í hinu pólitíska landslagi í Frakklandi. Hann hét því að vinna að fjölgun starfa í landinu.

Sarkozy sagði kjósendur hafa hafnað hugmyndum Hollande forseta.

Seinni umferð kosninganna fóru fram í dag, en kosið var milli tveggja efstu úr fyrri umferð kosninganna sem fram fóru um síðustu helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×