Erlent

Sarkozy í vondum málum

Atli Ísleifsson skrifar
Sarkozy á að hafa lofað dómara eftirsóknarvert starf í Mónakó gegn því að hann aðstoði forsetann fyrrverandi í mútumáli sem hann er flæktur í.
Sarkozy á að hafa lofað dómara eftirsóknarvert starf í Mónakó gegn því að hann aðstoði forsetann fyrrverandi í mútumáli sem hann er flæktur í. Vísir/AFP
Franska dagblaðið Le Monde birti í dag upplýsingar úr símasamtölum Nicolas Sarkozy, fyrrum Frakklandsforseta, þar sem hann segist ætla tryggja dómara eftirsóknarvert starf í Mónakó gegn því að hann aðstoði forsetann fyrrverandi í mútumáli sem hann er flæktur í.

„Hringdu í hann og segðu honum að ég muni ganga frá þessu. Ég ætla að fara til Mónakó og hitta prinsinn [Albert],“ á Sarkozy að hafa sagt við lögmann sinn. Símtalið var úr leynilegum síma sem Sarkozy á að hafa fengið sér undir fölsku nafni, en yfirvöld voru með símann hleraðan og var þeim upplýsingum lekið til Le Monde.

Á vef Dagens Nyheter segir að lögmaður forsetans sé einnig grunaður um spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×