SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 23:15

Lét stöđva tennisleikinn vegna eđlu á stigatöflunni

SPORT

Sara Sigmunds taldi sig ţurfa ađ grennast til ađ eiga möguleika á kćrasta

 
Lífiđ
10:45 11. JANÚAR 2017
Ćtlar sér alla leiđ.
Ćtlar sér alla leiđ.

„Ég hef eiginlega ekki mikinn bakgrunn úr íþróttum, ég var eiginlega „fat kid“ þegar ég var yngri,“ segir Crossfit-stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem var gestur Brennslunnar í morgun og fór yfir ferilinn sinn með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Kjartani Atla Kjartanssyni. Hún sagði einnig frá plönum sínum fyrir næsta ár og veitti skemmtilega innsýn í líf sitt.

„Ég er fyrrum „fat kid“ og „lazy kid“ eiginlega líka. Þegar ég og besta vinkona mín voru að byrja í framhaldskóla eignaðist hún fljótlega kærasta og þá hafði ég voðalega lítið að gera. Ég hugsaði þá, ég verð líklega að byrja í ræktinni og grennast aðeins svo að ég eignist einhvertímann kærasta.“

Sara er risastjarna í Crossfit-heiminum en hún er með yfir 500 þúsund fylgjendur á Instagram. Allt saman byrjaði þetta í spinning.

Hundleiðinlegt í spinning
„Pabbi var alltaf að mæta í spinning og ég ákvað að prófa en mér fannst þetta svo drepleiðinlegt þannig að ég fann mér Boot Camp og var eina stelpan sem gat gert armbeygjur á tánum, og gat gert þrjár. Eftir það setti ég mér fleiri og fleiri markmið og allt einu var búið að plata mig í einhverja keppni.“

Hún segist ekki hafa fundið sig í Fitness og Crossfit hafi náð hug hennar og hjarta.

„Ég er mjög ákveðin og ef ég ætla mér eitthvað þá hætti ég því ekkert fyrr en ég er búin að ná því. Ég prófaði allar íþróttir en var ein af þessum krökkum sem var alltaf með einhverjar afsakanir. Ég var aldrei góð í neinu en síðan sá ég allt í einu að ég gæti kannski verið góð í þessu.“

Býr í Njarðlem

Sara býr um þessari mundir í Njarðvík og æfir þar en stefnir á að búa og æfa erlendis.

„Ég endaði í þriðja sæti á heimsleikunum annað árið í röð og núna veit ég hvað ég þarf að bæta til að ná enn lengra. Núna fara leikarnir fram um verslunarmannahelgina og því enginn Þjóðhátíð fyrir Íslendinga, þeir verða bara að horfa á mig.“
Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Sara Sigmunds taldi sig ţurfa ađ grennast til ađ eiga möguleika á kćrasta
Fara efst