Fótbolti

Sara og Þóra tilnefndar sem bestu leikmenn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara og Þóra fanga meistaratitlinum á dögunum.
Sara og Þóra fanga meistaratitlinum á dögunum. Mynd/Twitter-síða Söru Bjarkar
Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir hjá LdB Malmö eru tilnefndar sem besti miðjumaður og markvörður í sænsku deildinni í ár.

LdB Malmö varð sem kunnugt er meistari í ár en liðið átti frábærri velgengni að fagna að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar. Liðið hafði betur í baráttu við Tyresö á toppnum.

Sara Björk er einn þriggja sem koma til greina sem miðjumaður ársins. Hún keppir við liðsfélaga sinn Ramonu Bachmann, sem lék Ísland grátt í 2-0 sigri Sviss á Laugardalsvelli í september, og Caroline Seger hjá Tyresö.

Þóra fær samkeppni frá Kristin Hammarström hjá Kopparberg/Gautaborg og Malin Reuterwall hjá Umeå.

Verðlaunaafhending fer fram á árlegri galahátíð knattspyrnufólks í Svíþjóð þann 11. nóvember sem sýnt er frá í beinni á TV4. Fjölmiðlafólk og fólk innan sænska knattspyrnusambandsins greiðir atkvæði.

Ramona Bachmann, Christen Press og Marta eru tilnefndar sem bestu leikmenn deildarinnar. Nánari upplýsingar um tilnefningarnar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×