Fótbolti

Sara Björk skoraði í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk í landsleik með Íslandi.
Sara Björk í landsleik með Íslandi. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt af fimm mörkum FC Rosengård í stórsigri á Pitea í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 5-2 sigur sænsku meistarana.

Anja Mittag skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þær Marta og Ramona Bachmann bættu við sitthvoru markinu. Staðan 4-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik kom einungis eitt mark og það skoraði íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir.

Pitea klóraði í bakkann með tveimur mörkum og lokatölur urðu 5-2 sigur Rosengård.

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði fyrstu 71 mínúturnar í leiknum.

Rosengård er á toppnum með fullt hús stiga ásamt Eskilstuna, en Piteå er með tvö stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×