Fótbolti

Sara Björk skoraði í síðasta heimaleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara í leik með Rosengård gegn Wolfsburg.
Sara í leik með Rosengård gegn Wolfsburg. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði í sínum síðasta heimaleik fyrir Rosengård í dag þegar liðið vann 3-0 sigur á KIF Örebro í sænsku úrvalsdeildinni.

Rosengård er á toppnum með sjö sigra í átta leikjum og eitt jafntefli, en liðið er með 22 stig. Linköping er einnig með 22 stig, en lakara markahlutfall.

Emma Berglund kom Rosengård yfir og Sara Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Ella Masar rak svo síðasta smiðshögginn á flottan sigur Rosengård.

Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn í vörn Orebro, en Sara Björk lék allan leikinn á miðju Rosengård.

Sara flytur sig yfir til Þýskalands í sumar þar sem hún mun spila með Wolfsburg.

Þórunn Helga Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir topplið Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni sem vann 3-0 sigur á Arna Björnar.

Hólmfríður Magnúsdóttir lék ekki með Avaldsnes, en hún er stödd á Íslandi og var því ekki í leikmannahóp Avaldsnes.

Avaldsnes er með 25 stig á toppi deildarinnar, en Arna Björnar er í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikin í 1-0 tapi Stabæk gegn Kolbotn á heimavelli. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×