Fótbolti

Sara Björk framlengdi samning sinn við Wolfsburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum við þýska félagið Wolfsburg og framlengja hann um eitt ár.

Sara Björk er nú samningsbundin félaginu til 2019 en hún kom til Þýskalands í sumar og hefur síðan þá leikið fimmtán leiki.

„Umhverfið og liðið gerir mig að betri leikmanni. Ég get bætt mig mikið með þessu liði og í þessari deild á næstu árum,“ sagði Sara Björk í viðtali á heimasíðu Wolfsburg.

Sjá einnig: Vildi gera stærri og meiri kröfur til mín

Þjálfari Wolfsburg, Ralf Kellermann, var hæstánægður með þessa niðurstöðu og lofaði frammistöðu Söru Bjarkar.

„Sara hefur verið mjög fljót að aðlagast hraðanum og ákefðinni í Þýskalandi. Hún hefur fyllilega staðið undir væntingum og ég er ánægður með að geta reiknað með henni í mínum plönum næstu árin,“ sagði Kellermann.

Wolfsburg er komið í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu og mætir þar ríkjandi meisturum Lyon í lok marsmánaðar.


Tengdar fréttir

Vildi gera stærri og meiri kröfur til mín

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur átt annasamt ár 2016. Auk afreka hennar með landsliðinu tók hún risastórt skref þegar hún samdi við þýska stórliðið Wolfsburg. Hún segist hafa breyst sem leikmaður með aldrinum og meiri þroska. Sara ætlar sér stóra sigra á nýju ári.

Lið Söru stökk í annað sætið

Wolfsburg er komið í annað sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir flottan útisigur, 0-2, á SGS Essen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×