Fótbolti

Sara Björk fær heimsókn frá gamla félaginu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk fagnar með liðsfélögum sínum.
Sara Björk fagnar með liðsfélögum sínum. vísir/getty
Meistaraflokkur kvenna í Haukum mun fara í æfingaferð til Wolfsburg í Þýskalandi þar sem fyrir er landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir.

Sara Björk er uppalinn Haukakona og fær því heimsókn frá gamla félaginu til Þýskalands.

Fram kemur í tilkynningu frá Haukum að liðið ætli að stóla á uppalda leikmenn í sumar en Haukar verða þá nýliðar í Pepsi-deild kvenna.

Sara Björk spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki fyrir Hauka á fjórtánda aldursári í 1. deild kvenna. Hún gekk svo í raðir Breiðabliks árið 2008 fór svo í atvinnumennsku til Svíþjóðar tveimur árum síðar.

Hún gekk í raðir Wolfsburg í sumar og hefur verið lykilmaður í þýska liðinu síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×