Erlent

Santorum vill verða forseti Bandaríkjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Rick Santorum er fyrrum öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu.
Rick Santorum er fyrrum öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu. Vísir/AFP
Rick Santorum, fyrrum öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu, hyggst tilkynna um framboð sitt til að verða fulltrúi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum á næsta ári.

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC greinir frá þessu. Santorum bauð sig einnig fram 2012 en laut þá í lægra haldi fyrir Mitt Romney sem varð frambjóðandi Repúblikana en tapaði síðar fyrir Barack Obama í kosningunum.

Sex manns hafa áður tilkynnt um framboð í Repúblikanaflokknum, eða þau Ben Carson, Ted Cruz, Carly Fiorina, Mike Huckabee, Rand Paul og Marco.


Tengdar fréttir

Huckabee býður sig aftur fram til forseta

Mike Huckabee, fyrrum ríkisstjóri Arkansas, tilkynnti í dag að hann bjóði sig fram til að verða frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári.

Rand Paul býður sig fram til forseta

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn vill verða frambjóðandi Repúblikana í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári.

Hillary og repúblikanarnir

Þótt hálft annað ár sé til forsetakosninga eru fyrstu frambjóðendurnir komnir í startholurnar. Hillary Clinton tilkynnti framboð sitt í vikunni og ekki er sjáanlegt enn að aðrir demókratar geti komið í veg fyrir að hún verði forsetaefni flokksins.

Marco Rubio vill verða forseti

Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×