Fótbolti

Sandra María lagði upp mark í fyrsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sandra María Jessen í leik með Þór/KA.
Sandra María Jessen í leik með Þór/KA. Vísir/Vilhelm
Sandra María Jessen fer vel af stað með Bayer Leverkusen í Þýskalandi en hún gekk til liðs við félagið á dögunum sem lánsmaður frá Þór/KA.

Sjá einnig: Stutt í heimsókn til ömmu í Þýskalandi

Sandra María var í byrjunarliði Leverkusen sem komst yfir gegn USV Jena snemma leiks en mátti svo sætta sig við tap, 3-1.

Hún náði að leggja upp mark Leverkusen eftir aðeins níu mínútna leik fyrir Carolin Simon en Sandra María spilaði á vinstri kantinum í leiknum.

„Sandra Jessen sýndi góða frammistöðu í fyrsta leik sínum. Hún hefur nú þegar náð aðlagast leikkerfi okkar vel,“ sagði þjálfarinn Thomas Obliers í viðtali á heimasíðu félagsins í gær.

Staða Leverkusen í deildinni er erfið en liðið er í tíunda sæti af tólf liðum með níu stig. Liðið var án nokkurra lykilmanna í gær sem eiga við meiðsli að stríða.

Bayern München er efst í deildinni með 37 stig, tólf stigum meira en Wolfsburg sem er í öðru sæti.


Tengdar fréttir

Stutt í heimsókn til ömmu í Þýskalandi

Sandra María Jessen söðlar um og spilar með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni til vors en um lánssamning er að ræða. Sandra er hálfþýsk og hlakkar til að kynnast landinu betur. Fyrirliði þýska landsliðsins spilar með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×