Erlent

Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra.

Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks.

„Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.

Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA
„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ 

Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna

Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. 

„Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ 

Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans.  Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. 

Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. 

„Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC.


Tengdar fréttir

Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar

Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn.

Trump er einn eftir

Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví




Fleiri fréttir

Sjá meira


×