Erlent

Sanders reynir að halda lífi í baráttunni

Vísir/EPA
Demókratar kjósa í forkosningum í Kentucky og Oregon í dag og vonast Bernie Sanders eftir góðri útkomu til að halda baráttu sinni á floti. Hillary Clinton er langt á undan honum þegar kemur að fjölda kjörmanna og þarf Sanders því á góðum úrslitum að halda eigi hann að eiga nokkra möguleika í baráttunni.

Clinton hefur verið á kosningafundum í Kentucky undanfarið og þar lýsti hún því yfir að eiginmaður sinn, forsetinn fyrrverandi Bill Clinton, muni taka að sér að rétta efnahag landsins við. Skoðanakannanir benda til þess að afar mjótt sé á munum á milli Clinton og Sanders í báðum ríkjum.

Repúblikanar kjósa í Oregon í dag, en þar er spennan engin þar sem Donald Trump er einn eftir í framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×