Enski boltinn

Sanchez ósáttur með sjálfan sig og bjóst við meiru

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez vonsvikinn á svip.
Sanchez vonsvikinn á svip. vísir/getty
Alexis Sanchez, ein af stórstjörnum Manchester United, segir að hann setji gífurlegar kröfur á sig og að hann hafi búist við meiru af sér í búning United.

Sanches hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom frá Arsenal í janúar og segir að þetta hafi verið erfitt en kappinn er einungis með eitt mark í tíu leikjum.

„Ég set kröfur á sjálfan mig og ég bjóst við meiru,” sagði Sanchez við fjölmiðla Síle en hann er nú staddur með landsliðinu í Svíþjóð þar sem liðið leikur æfingarleik.

„Eftir að ég kom til United þá var erfitt að breyta öllu svona fljótt. Ég hikaði einnig að koma hingað með landsliðinu. Það breyttist allt svo skyndilega og í fyrsta skipti sem ég skipi um lið í janúar en margt hefur gerst í mínu lífi sem hefur reynst erfitt.”

Síle keppir ekki á HM í sumar en liðið leikur þó æfingarleik við Svíþjóð á laugardaginn. Svíar fóru áfram á kostnað Ítala eins og margir muna eftir en Sanchez segir að eftir að hafa talað við fyrirliða landsliðsins, Claudio Bravo, hafi hann breytt um skoðun.

„Ég óskaði eftir því að þurfa ekki að mæta í þessa leiki en svo hugsaði ég þetta betur og talaði við Claudio og sagði honum að við ættum að standa allir saman,” sagði Sanchez að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×