Fótbolti

Sánchez með sögulegt mark í jafntefli gegn heimsmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sánchez fagnar marki sínu.
Sánchez fagnar marki sínu. vísir/epa
Evrópumeistarar Þýskalands og Suður-Ameríkumeistarar Síle gerðu 1-1 jafntefli í B-riðli Álfukeppninnar í Rússlandi í kvöld. Leikið var í Kazan.

Bæði lið eru með fjögur stig í riðlinum, þremur stigum á undan Ástralíu og Kamerún sem gerðu 1-1 jafntefli fyrr í dag.

Leikurinn var aðeins sex mínútna gamall þegar Alexis Sánchez kom Síle yfir.

Markið var sögulegt en Sánchez er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu síleska landsliðsins. Sánchez hefur nú skorað 38 mörk fyrir Síle, einu marki meira en Marcelo Salas gerði á sínum tíma.

Fjórum mínútum fyrir hálfleik jafnaði Lars Stindl metin í 1-1 og þar við sat. Stindl hefur þar með skorað í báðum leikjum Þýskalands í mótinu en hann skoraði einnig í 3-2 sigrinum á Ástralíu á mánudaginn.

Þjóðverjar mæta Kamerúnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn á meðan Sílemenn leika gegn Áströlum.


Tengdar fréttir

Heimsmeistararnir fara vel af stað

Heimsmeistarar Þýskalands báru sigurorð af Ástralíu, 2-3, í fyrsta leik sínum í Álfukeppninni í Rússlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×