Enski boltinn

Sanchez í vandræðum og komst ekki með United til Bandaríkjanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Fer ég í alvöru ekki með?"
„Fer ég í alvöru ekki með?" vísir/getty
Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, komst ekki með United í æfingarferð á sunnudag vegna vandræða á vegabréfsáritun kappans.

Síle-maðurinn var dæmdur í 16 mánaða skilorðsbundið fangelsi á Spáni fyrr á þessu ári fyrir að svíkja undan skatti.

Vegna þessa dóms lenti í United-maðurinn í vandræðum þegar United fór til Bandaríkja í æfingarferð á sunnudag og komst ekki með liðinu.

United er þó að vonast til að það leysist úr málinu og hann fái leyfi til að koma til Bandaríkjanna en United spilar við Club America í kvöld. Það er fyrsti leikur United á tímabilinu.

United mun alls spila fimm leiki í Bandaríkjum og þar á meðal gegn Liverpool og Real Madrid en ekki eru allir leikmennirnir með í för.

Leikmennirnir sem fóru hvað lengst á HM eru enn í fríi og koma til móts við hópinn eftir ferðina til Bandaríkjanna en auk þess er Daley Blind ekki með í för. Hann ku vera á leið til Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×