Enski boltinn

Sanchez: Ég hef átt erfitt

Dagur Lárusson skrifar
Sanchez fagnar í gær.
Sanchez fagnar í gær. vísir/getty
Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, viðurkennir að það hafi verið erfitt fyrir hann að aðlagast aðstæðum hjá eins stóru liði og United er.

 

Alexis hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til United en hann skoraði þó í undanúrslitaleiknum gegn Tottenham í gær.

 

„Ef ég á að segja satt þá hefur þetta bara verið mjög erfitt fyrir mig, að koma til svona stórliðs, það breytti öllu fyrir mér. Þannig í dag er ég mjög ánægður, fyrir liðið, með markið og fyrir baráttuna sem við sýndum allan leikinn.“

 

„Þetta var frábær sending frá Pogba, og þegar boltinn var í loftinu þá ætaði ég að skalla hann í nærhornið en þá sá ég markmanninn færa sig þangað og þá ákvað ég að skalla í fjærhornið.“

 

Alexis hrósaði einnig stjóra sínum Jose Mourinho.

 

„Hann krefst mikið af okkur, og þegar við töpum þá verður hann mjög reiður. Við þurfum á þessum kröfum hans að halda til þess að standa okkur sem best. Hann bað mig um að spila frjálsa stöðu, að njóta mín á vellinum, að sækja, að verjast og í rauninni að gera allt“.

 

„Hvað getum við lært af þessari leiktíð? Þetta hefur verið erfitt, en ég held að á næstu leiktíð getum við unnið titilinn. Þessi félagsskipti voru mikil breyting fyrir mér og því var þetta mjög erfitt en mér er farið að líða betur.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×