SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

San Antonio heldur áfram ađ safna liđi

 
Körfubolti
06:00 06. MARS 2016
Martin eykur breiddina hjá San Antonio.
Martin eykur breiddina hjá San Antonio. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

San Antonio Spurs heldur áfram að bæta við sig mannskap fyrir úrslitakeppnina í NBA-deildinni.

Í lok febrúar samdi San Antonio við leikstjórnandann reynda Andre Miller og nú er liðið búið að bæta skotbakverðinum Kevin Martin í hópinn. Miller og Martin léku síðast með Minnesota Timberwolves.

Martin er afbragðs þriggja stiga skytta þótt hann hafi ekki hitt vel í vetur. Martin er með 38,5% þriggja stiga nýtingu á ferlinum en hann kom inn í deildina árið 2004.

Martin hóf NBA-ferilinn með Sacramento Kings og lék með liðinu í sex tímabil áður en hann færði sig yfir til Houston Rockets. Martin lék með Oklahoma City Thunder tímabilið 2012-13 en að því loknu gekk hann til liðs við Minnesota.

San Antonio er í 2. sæti Vesturdeildarinnar en liðið hefur unnið 52 af 61 leik sínum í vetur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / San Antonio heldur áfram ađ safna liđi
Fara efst