San Antonio enn taplaust ß heimavelli

 
K÷rfubolti
07:08 15. JAN┌AR 2016
LeBron James Ý leiknum Ý nˇtt.
LeBron James Ý leiknum Ý nˇtt. V═SIR/GETTY

San Antonio hafði betur gegn Cleveland, 99-95, og vann þar með sinn 32. heimaleik í röð. Liðið er enn ósigrað á heimavelli en bæði lið hafa verið á mikilli sigurgöngu í deildinni.

Alls hefur San Antonio unnið tíu leiki í röð en fyrir leikinn í nótt hafði Cleveland unnið átta leiki í röð.

San Antonio byrjaði fjórða leikhlutann af miklum krafti og náði þar með undirtökunum í leiknum.

Tony Parker skoraði 24 stig og Kawhi Leonard var með 20 stig og tíu fráköst. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig en Tristan Thompson var með át´jan stig og fjórtán fráköst.

Chicago vann Philadelphia, 115-111, í framlengdum leik. Jimmy Butler bætti persónulegt met og skoraði 53 stig en hann var þar að auki með tíu fráköst og sex stoðsendingar.

Þetta var í fyrsta sinn í meira en áratug sem leikmaður Chicago skorar meira en 50 stig í leik en hvorki Derrick Rose né Pau Gasol spiluðu með liðinu í nótt.

Golden State vann LA Lakers, 116-98. Steph Curry var með 26 stig en fyrstu átta körfurnar hans í leiknum voru allar þriggja stiga körfur.

Þetta var líklega síðasti leikur Kobe Bryant í Oakland en hann var með átta stig, sex fráköst og þrjár stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:
Orlando - Toronto 103-106
Philadelphia - Chicago 111-115
Memphis - Detroit 103-101
San Antonio - Cleveland 99-95
Utah - Sacramento 101-103
Golden State - LA Lakers 116-98
Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / K÷rfubolti / San Antonio enn taplaust ß heimavelli
Fara efst