MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 17:45

Fyrrum fyrirliđi Brighton látinn

SPORT

San Antonio áfram međ 100% árangur á heimavelli | Myndbönd

 
Körfubolti
10:56 06. MARS 2016
Kawhi Leonard skorađi 25 stig og tók 13 fráköst gegn Sacramento.
Kawhi Leonard skorađi 25 stig og tók 13 fráköst gegn Sacramento. VÍSIR/AFP
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Sigurganga San Antonio Spurs á heimavelli heldur áfram en í nótt vann liðið 10 stiga sigur, 104-94, á Sacramento Kings.

Sterka leikmenn vantaði í lið San Antonio en það virtist ekki breyta neinu. Liðið hefur nú unnið alla 30 leiki sína á heimavelli á tímabilinu.

Kawhi Leonard var atkvæðamestur í liði San Antonio með 25 stig og 13 fráköst. DeMarcus Cousins fór fyrir liði Sacramento með 31 stigi og níu fráköstum.

LeBron James skoraði 28 stig þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Boston Celtics, 120-103, á heimavelli.

Átta leikmenn Cleveland skoruðu 10 stig eða meira í leiknum í nótt. Isiah Thomas var sem fyrr stigahæstur í liði Boston með 27 stig.

Þá vann Atlanta Hawks góðan sigur á Los Angeles Clippers á útivelli, 97-107.

Jeff Teague var stigahæstur í liði Atlanta með 22 stig en Paul Millsap kom næstur með 20 stig, auk þess sem hann tók 18 fráköst.

Allir fimm byrjunarliðsmenn Clippers skoruðu 10 stig eða meira. DeAndre Jordan og Chris Paul voru þeirra stigahæstir með 17 stig hvor.

Úrslitin í nótt:
San Antonio 104-94 Sacramento
Cleveland 120-103 Boston
LA Clippers 97-107 Atlanta
NY Knicks 102-89 Detroit
Washington 99-100 Indiana
New Orleans 94-106 Utah
Minnesota 132-118 Brooklyn
Chicago 108-100 Houston


Paul George skorađi 38 stig í sigri Indiana

Flottustu tilţrif nćturinnar
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / San Antonio áfram međ 100% árangur á heimavelli | Myndbönd
Fara efst