Skoðun

Samviskufrelsi sauðfjárbænda

Óskar Hafsteinn Óskarsson og Sigrún Óskarsdóttir skrifar
Við fögnum ályktun Kirkjuþings unga fólksins frá 9. maí sl. um samviskufrelsi presta. Frelsið heimilar prestum þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli eigin samvisku. Samviskufrelsi er gjarnan notað í orðasamböndum og hnýtt saman við hugsanafrelsi, trúarbragðafrelsi og persónufrelsi. Það hlýtur að teljast mikilvægt í frjálsu lýðræðisríki að þegnarnir búi við slíkt frelsi.

Persónufrelsi presta til þess að neita samkynja pörum um hjónavígslu er úr takti. Við erum að mismuna fólki með því að taka út einn málaflokk fyrir eina tiltekna stétt og nefna sérstaklega að þar skuli samviskufrelsi virt.

Til þess að setja hlutina í samhengi höfum við leikið okkur að því að máta þessa hugmynd við þau störf sem við stundum nú, annað okkar samhliða prestsskap og hitt á nýjum vettvangi eftir að hafa hætt prestsþjónustu. Sauðfjárbóndinn er eins og gefur að skilja afskaplega upptekinn af sauðburði þessar vikurnar. Væri eðlilegt að taka fram að hann hefði sérstakt samviskufrelsi þegar kæmi að umgengni við hvítu lömbin umfram þau mislitu?

Getur verslunareigandinn þurft á sérstöku samviskufrelsi að halda þegar kæmi að þjónustu viðskiptavina sem ekki hefðu gleraugu?

Með ósk um gleðilegt sumar.




Skoðun

Sjá meira


×