Innlent

Samþykktu verkfallsboðun

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
ALCOA Fjarðarál, Reyðarfirði.
ALCOA Fjarðarál, Reyðarfirði.
Meirihluti starfsmanna undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaráls samþykktu í dag verkfall, eða 95 prósent. Að óbreyttu mun verkfallið hefjast þriðjudaginn 14. apríl frá klukkan tólf á hádegi til klukkan 23.30. Þá er ótímabundið verkfall boðað frá hádegi 21. apríl, náist samningar ekki.

Alls voru 375 félagsmenn á kjörskrá en alls greiddu 159 atkvæði, eða 42 prósent. Já sögðu 151 og nei sögðu fimm. Auðir seðlar voru tveir.

Kröfur AFLs starfsgreinafélags eru að greidd séu sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið hefur gert kröfu um „lóðarsamning“ síðan 2006 en beindi kröfum að Samtökum atvinnulífsins árið 2011 og aftur við gerð kjarasamninga 2013. Fimm sáttafundir hafa verið haldnir, án árangurs.

Þá hafa fleiri boðað verkfall á komandi dögum, en það eru allir geislafræðingar landsins, lífeindafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, frá og með 7. apríl.


Tengdar fréttir

AFL efnir til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun

AFL Starfsgreinafélag hefur ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar hjá fyrirtækjum sem starfa sem undirverktakar hjá ALCOA Fjarðaáli við framleiðslu, viðhald og þjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×