Erlent

Samþykktu aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota

Kjartan Kjartansson skrifar
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skota, stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skota, stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Vísir/EPA
Skoska þingið samþykkti í dag að fela Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, að semja við ríkisstjórn Bretlands um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Umræður um tillöguna hófust í síðustu viku en var frestað eftir árásina við breska þinghúsið á miðvikudag. Sturgeon hitti Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í gær en May hefur sagt aðra þjóðaratkvæðisgreiðslu ótímabæra.

Sturgeon vill að Skotar kjósi um sjálfstæði þegar samningur um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu liggur fyrir.

Græningjar studdu tillögu minnihlutastjórnar Skoska þjóðarflokks Sturgeon. Alls greiddu 69 þingmenn atkvæði með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu en 59 kusu gegn henni, að því er kemur fram í frétt The Guardian.

Meirihluti Skota felldi tillögu um sjálfstæði landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í september árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×