Innlent

Samþykkt með þorra atkvæða gegn 5

Frá landsfundi VG. Myndin er úr safni.
Frá landsfundi VG. Myndin er úr safni.
VG samþykkti 10. maí 2009 ályktun þar sem mælt var með því að mynduð yrði ríkisstjórn með Samfylkingu „á grundvelli þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem nú liggur fyrir". Ályktunin var samþykkt með þorra atkvæða gegn fimm, einn sat hjá.

Í samstarfsyfirlýsingunni, sem flokksráðið samþykkti á þessum fundi, segir: „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×