Viðskipti erlent

Samsung vill grafa stríðsöxina

Síðustu misseri hafa Samsung og Apple tekist á í dómssölum víða um heim.
Síðustu misseri hafa Samsung og Apple tekist á í dómssölum víða um heim. MYND/AP
Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum.

Í fréttatilkynningu frá Samsung kemur fram að fyrirtækið hafi ákveðið að falla frá kröfunni til að stuðla að samkeppnishæfari markaði í Evrópu. Engu að síður mun Samsung halda áfram að berjast fyrir einkaleyfum sínum.

Síðustu misseri hafa Samsung og Apple tekist á í dómssölum víða um heim. Oftar en ekki er þrætueplið hið saman, annað fyrirtækið sakar hitt um að brjóta á lögum um hugverkavernd.

Fyrir nokkrum vikum dæmdi dómstóll í Bandaríkjunum Samsung í vil. Apple fór þar fram á lögbann á snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×