Erlent

Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Ákveðin líkindi eru með símum frá Samsung og Apple og er það væntanlega ekki einskær tilviljun
Ákveðin líkindi eru með símum frá Samsung og Apple og er það væntanlega ekki einskær tilviljun Vísir/Getty
Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma.

Málareksturinn hefur staðið í sjö ár en Apple hélt því fram að Samsung Galaxy símar væru eftirlíking af iPhone. Apple tókst að sýna fram á að fyrirtækið ætti einkaleyfi á ýmsum þáttum í hönnun símanna.

Upphaflega var Samsung dæmt til að greiða Apple um hundrað milljarða í skaðabætur, um það bil tvöfalt meira en dómurinn í dag hljóðar upp á. Upphæðin lækkaði eftir að lögfræðingar Samsung áfrýjuðu fyrri úrskurði. Engu að síður segir talsmaður Apple að dómurinn sé sigur. Málið hafi ekki bara snúist um peninga heldur einnig að staðfestingu á því að Samsung hafi stolið snjallsímahönnun Apple.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×