Viðskipti erlent

Samsung hættir sölu Galaxy Note 7

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Tæknifyrirtækið Samsung hefur hætt sölu Galaxy Note 7 símanna í annað sinn. Fregnir hafa borist af því að kviknað hefði í símum sem fyrirtækið hafði áður sagt að væru öruggir. Hlutabréf fyrirtækisins hafa lækkað verulega í verði eftir tilkynninguna en allt í allt gætu vandræðin vegna símanna kostað Samsung um 17 milljarða dala.

Það samsvarar tæplega tvö þúsund milljörðum króna.

Samsung hafði innkallað um 2,5 milljónir síma í síðasta mánuði vegna fregna um að eldur kæmi upp í símunum. Fyrirtækið fullyrti að aðrir Galaxy Note 7 væru öruggir. Nú hafa hins vegar borist fregnir af því að einnig sé að kvikna í nýjum símum.

Á vef BBC eru tvö dæmi nefnd þar sem bandarískur maður vaknaði við að svefnherbergi sitt væri fullt af reyk og nýr sími gaf einnig frá sér reyk í flugvél í Bandaríkjunum á dögunum.

Greinendur sem Reuters ræddi við segja líklegt að vandamálið með símanna gæti dregið úr eftirspurn eftir öðrum símum Samsung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×