Innlent

Samstöðupest herjar á Bigga löggu

Jakob Bjarnar skrifar
Hér ræðir fjölmiðlastjarnan Nilli við Bigga; sem er heima, í vaktafríi en hálf slappur.
Hér ræðir fjölmiðlastjarnan Nilli við Bigga; sem er heima, í vaktafríi en hálf slappur.
Eins og fram hefur komið hafa laganna verðir gripið til þess að tilkynna sig veika í dag; sem aðgerð í kjarabaráttu sinni.

Sjá ítarlega umfjöllun hér.

Ein þekktasta lögga landsins, Birgir Guðjónsson eða Biggi lögga, hefur ekki tilkynnt sig veika en reyndar er það svo að ekki hefur til þess komið að hann hafi þurft að taka afstöðu til þess hvort kjarabaráttuveikindi hrjá hann. Biggi er einfaldlega í vaktafríi.

En, ertu nokkuð veikur í vaktafríinu?

„Ég er að vísu búinn að vera hálf slappur. Vona að það verði ekkert meira úr því. Það eru náttúrlega allskonar pestir að ganga,“ segir Biggi og blikkar blaðamann.

Biggi er ekki frá því, spurður, að þetta geti verið samstöðupest. En, hann svarar þó spurningunni eins og rútíneraður pólitíkus:

„Álagið er náttúrlega búið að vera mikið og þessi kjarabarátta hefur ekki verið til að laga það. Það má vera að einhver pestin hafi smitast milli manna á þessum fundum, ég veit það ekki. Svona geta haustin verið?“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×