Lífið

Samstarf Red Bull Music Academy og Sónar Reykjavík

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stemningin hefur verið mikil á fyrri Sónarhátíðum.
Stemningin hefur verið mikil á fyrri Sónarhátíðum. vísir/valli
Nokkrum tónleikum Sónarhátíðarinnar, sem hefst á fimmtudaginn, verður útvarpað um heim allan í samstarfi við Red Bull Music Academy (RBMA). Meðal þeirra tónleika sem verður útvarpað má nefna Mugison, Sing Fang og Samaris.

Þetta er fyrsta skrefið í samvinnu Sónar og RBMA. Fyrirhugað er á næstu árum að Red Bull verði einn helsti samstarfsaðili Sónar Reykjavík líkt og á Sónarhátíðunum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Auk þess að vinna með völdum tónlistarhátíðum um heim allan stendur Red Bull-akademían árlega fyrir fyrirlestrum og vinnusmiðjum fyrir upprennandi listamenn. Vinnustofurnar hafa verið haldnar víða um heim, meðal annars í Tókýó, Höfðaborg, Sao Paulo og París.

Útvarpsstöð akademíunnar, RBMA Radio, verður á Sónar Reykjavík og mun taka upp og streyma tónleikum Mugisons, Sin Fang og Samaris – auk erlendu listamannanna Yung Lean & Sad Boys, Alizzz, Nisennenmondai og Kindness.

Einnig mun stöðin streyma plötusnúða-setti Randomer og Daniel Miller.

RMBA Radio hefur hefur gríðarmikla útbreiðslu. Hægt er að hlusta á sjálfa stöðina á netinu og gegnum smáforrit í síma og spjaldtölvur. Í hverjum mánuði hlusta yfir 600.000 manns á stöðina á netinu.


Tengdar fréttir

Fjórir aðstoða Skrillex

Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi.

27 flytjendur bætast við Sónar

Alls munu 64 atriði taka þátt í tónlistarhátíðinni sem verður haldin 12. til 14. febrúar í Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×