Skoðun

Samstaða

Garðar H. Björgvinsson skrifar
Úreldingartímabil smábáta á árunum kring um 1996 var gert til þess að auka hlutdeild togara og dragnótabáta. Þetta hefur komið niður á fuglalífinu kringum landið. Hvítfuglunum, lunda og öllu fuglalífi.

Meðan stundaðar voru náttúruvænar veiðar hér áður, þá var fuglalíf í blóma. Nú er til dæmis hvítfuglinn, svartbakurinn og fleira flúið upp á Reykjavíkurtjörn, Lækinn í Hafnarfirði og alls staðar þar sem þéttbýlt er og eitthvert æti að finna. Togarar moka landgrunninu fram og aftur í hauga. Dragnótin slítur sundur sandsílið sem grefur sig niður. Þetta úreldingarævintýri er orðið fyrnt.

Nú hvet ég alla sem létu plata út úr sér bátana með því að borga 80% af matsvirði þeirra, að hafa samband við undirritaðan, með það að markmiði að leita samstöðu til að þrýsta á breytingar, þ.e. að fá atvinnuleyfi á bátana aftur.




Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×